þriðjudagur, ágúst 12, 2008

Nýungagirni-

Jæja, þá er svo sannarlega komið að því! Ég er búin að segja upp í vinnunni minni, komin með nýja íbúð og í takt við það- komin með nýtt blogg:) Svo þið sem nennið að hafa mig sem tengil megið endilega breyta því hjá ykkur...

www.80sindahouse.wordpress.com

en bloggið er enn í frummynd, svo bara bíðið spök..

hollaback soon-

80's

miðvikudagur, ágúst 06, 2008

Farewell to Africa

Eftir 2 tíma verd ég flutt frá Litlu Afríku. Ég get ekki sagt ad ég hafi blendnar tilfinningar vegna thess, ég er roooosalega fegin ad vera ad fara hédan. Hér er brot af tví sem ég mun aldrei, aldrei sakna:








En thetta hefur verid mikil lífsreynsla...eins og Elín sagdi einu sinni um sjálfbodalidastarf í Afríku: " Thad er gedveik lífsreynsla ef madur er ekki skotin"..

Hahah...:)

þriðjudagur, ágúst 05, 2008

Krakkabarn

Í sumar hef ég fjórum sinnum verid spurd hvort ég sé fullordin thegar ég ætla mér ad kaupa mida í almenningssamgöngur..gott ad vera svona unglegur...:)

dæs...

sunnudagur, júlí 27, 2008

C'est la vie

Það er komið að því að blogga held ég svei mér þá! Ég flaug heim þann 21 júní og labbadi svo beint í fangid á uppáhalds stelpunum mínum:) Þess má geta að ég fékk að fljúga með flugmönnunum þar sem að ég tapadi mér örlítið á leidinni...gaman að þessu bara.. Hápunkturinn heima hjá stelpunum voru svo sögurnar af Ömmu perra og hvað við hlógum ótrúlega mikið. Bíd eftir ad bækurnar um hana verdi gefnar út. Er enn að jafna mig í maganum eftir hlátursköstin held ég;)

Svo tók ég aðra flugvél, var öllu rólegri í henni sem betur fer! Svo þegar ég kom á Egilsstadi tók gamla settid á móti mér og það var rosa gott ad sjá þau:) Franskir dagar eru búnir ad vera mjög fínir bara, hápunktur þeirra var klárlega þegar lögreglan ætladi ad taka af mér allan bjórinn því ég var ekki með skilríki til ad sanna aldur minn..madur er búin ad vera lengi í burtu þegar maður er farinn að lenda í því- en ég þurfti bara að gjöra svo vel og ná í þau!

Vildi bara setja inn smá blogg svona í tilefni dagsins, en ég held ad ég sé bara enn íðí...:D

kv. Eydís Barnunga

fimmtudagur, júlí 03, 2008

Gledi Gledi!!!

Jeijjjj, thad er komid á hreint!! Ég kem til Íslands:) Er ad fara ad panta flugmidann á eftir....og er farinn ad hlakka mjøg mikid til...!! Lendi í Keflavík annadhvort 21 júlí eda thann 22...

Svo ad ég auglysi enn eftir fari thann 24 austur á leid (ásdís, ég stóla á thig!!:))- bara ad láta vita!

Hilsen fra København...

þriðjudagur, júlí 01, 2008

Bara smá færsla...

Í gær fengum vid hóp frá Nyja- Sjálandi. Thegar thau voru búin ad kaupa helling af mat og voru södd og sæl rétti einn madurinn mér kreditkortid sitt og sagdist ætla ad borga fyrir alla. Á kortinu stód "A Hore". Ég gat ekki annad en hlegid.....:)

En annars, er ekki enn búin ad panta mida til Íslands. Godt klaret Eydís! Thad er enn smá vafi á ad ég komi thar sem Íslandsferd er ekki thad ódyrasta í heimi....en sjáum til og læt vita hérna á blogginu hvort ad ég nái ad skrapa saman edur ei...

Njótid lífsins-

fimmtudagur, júní 26, 2008

Hej allihoppa!

Ég er búin í prófum!!!!! Einfaldlega frábært. Mér gekk vel í seinasta prófinu, thad var 20 mínútna munnlegt próf thar sem vid áttum ad verja verkefnid okkar sem vid gerdum. Vid vorum 5 sem gerdum verkefnid. Ég fékk 7 í lokaeinkunn en hinir fengu 4. Gæti ekki verid betra. Jú, kannski fyrir thau? En 7 á nyja danska skalanum er 8-9 á gamla danska skalanum, sem thydir eitthvad ágætt á íslenska skalanum? Thetta kerfi er ekki gert til ad madur eigi ad skilja thad:) En já, eins og ég segi- bara aldeilis frábært!

Eftir mikin próflestur, thá meina ég audvitad ad ég las seinustu Harry Potter bókina á 3 dögum (600 bls), Flugdrekahlauparann og A man without a Country í stad verkefnisins- tók vid vinna. Vinna...vinna...vinna...og thannig verdur thad thangad til ég fer til Íslands.

Lífid á Cassiopeia er bara alltaf eins, tjónar ad koma og fara- hele tiden. En ég ætla ad thrauka allavega til september.

Njótid sumarsins-

Thó ad sumir séu inni ad vinna í góda vedrinu:)